Jæja, ég er að leita að gamla hjólinu hans pabba, og mig langar ekki lítið til að finna það. Þetta var JAWA 1957, 250 kúbik. Alveg eins og hjólið á myndinni en var rautt síðast þegar til þess sást. Hef heyrt að það hafi farið á bæ á héraði sem heitir beinárgerði, og þaðan norður á Akureyri í kassaformi, hugsanlega í samfloti við annað hjól í svipuðu standi.
Kann ekki að setja inn mynd, hér kemur linkur í staðinn: http://commons.wikimedia.org/wiki/Image ... c_1958.jpg
Mig langar alveg SKELFILEGA að finna þetta, hjólið á sér góða sögu hjá fjölskyldunni og vinum pabba sem allir áttu hjólið, og sumir oftar en einusinni.[/img]