Nú eru að verða tvö ár frá því að ég eignaðist Escort XR3i árg. '86 til að koma aftur á götuna. Var lengi búinn að horfa í kringum mig eftir einhverju prójekti og var ekkert sérstaklega að horfa eftir svona bíl. Hins vegar þegar maður fór að spá í hvað væri að verða sjaldgæft í dag þá beindust augun að GTi eða Turbo bílunum frá 9. áratugnum sem eru nánast horfnir enda var vinsælt að tuska út úr þeim. Þessi XR3i á sér dæmigerða sögu, samtals 17 eigendur en hann var aðeins á götunni í rétt rúm 10 ár! Samt var honum bjargað einhverra hluta vegna og komst m.a.s. á götuna í ca. eina viku 2005 eftir einhverja standsetningu en var svo klesstur að framan (þriðja skráða klessan í ferilskránni) sem kannski varð til þess að hann bjargaðist. Að taka að sér þennan bíl er þó stærra verkefni en ég hafði upphaflega hugsað mér. Nú er staðan þannig að búið er að ryðbæta, kaupa mikið af hlutum í gegnum eBay og Mekonomen og láta rétta hann... var alveg rammskakkur að framan. Nú er að koma að því að raða saman; skipta um allt í bremsum, fóðringar, dempara, bensíntank, bensínleiðslur og fleira. Síðan næst vonandi að mála í ár. Markmiðið er að hann verði sem mest original haldi sínu 80's looki. Væri gaman að geta komist á rúntinn í sumar en það verður bara að ráðast. Hér eru nokkrar myndir en annars er ég með þráð á vef Bílaklúbbs Akureyrar fyrir þá sem vilja http://spjall.ba.is/index.php?topic=5328.0.