Keypti þennan nýjan árið 1990. Var mjög sprækur á þeim tíma mælikvarða. Spyrnti við flesta bíla sambærilega og vann þá alla eins og t.d Corollu Gti, Nissan Sunny Gti, Nissan Nsx 2,0 , Colt Turbo, Renault 5 Turbo , Opel, Kadett Gsi, Mazda 323 Turbo og Pegout 205 1,9. Tapaði reyndar mjög naumlega fyrir einum Peugeot 1,9 sem Bjarki vinur minn í Eðalbílum var búinn að eiga við. Það var ekki fyrr en Mazda 323 4wd Turbo ( nýtt útlit 1992 minnir mig) kom að maður fór að láta alvarlega í minni pokann..