Jæja þá er ég búinn að ná mér í Supru, reyndar ekki það body sem ég var að leita að heldur næsta á eftir, MK III, maður getur bara ekki verið mjög pikky þegar maður fær svona dót gefins, þessi sem ég er með er búinn að standa á Geymslusvæðinu í Kapelluhrauni í ca. 6 ár, hún er ´87 módel og á því 4 ár í fornbílinn, ég er ekkert að stressa mig neitt á því að koma henni á götuna.
Hérna er hún á Geymslusvæðinu:
Ég fékk Rúnar til að flytja hana fyrir mig heim í skúr:
Hér er hún komin heim: